Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Úrslit ráðast á Íslandsmótinu í snóker a morgun

Það eru þeir Johannes B Johannesson og Þorri Jensson sem leika til úrslita að þessu sinni.

Þorri mun spila sinn annan úrslitaleik í meistaraflokki þegar hann mætir Jóa í úrslitum um næstu helgi. Hafnfirðingurinn tapaði 9-1 fyrir Kristjáni Helgasyni árið 2012 en núna er auglýsingastjarnan og flugþjónninn líklegur til afreka en hann varð stigameistari vetrarins þegar allt tímabilið var gert upp.

Johannes B er fimmfaldur Íslandsmeistari í leit að sínum sjötta titli. Jói er hokinn af reynslu með glæsilegan feril að baki en þetta verður hans tíundi úrslitaleikur á Íslandsmóti.

Við látum hér fylgja eitt frábært myndskeið fylgja til upphitunar en þar má sjá margfaldan meistara, Kristján Helgson "break-a" 110 stig, einmitt gegn Þorra Jenssyni.