Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Eygló Ósk er ekki orðin leið á blaðamönnum

Íþróttamaður ársins 2015, sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi er meðal keppenda á Reykjavik International Games (RIG). Eygló undirbýr sig nú af kappi fyrir Ólympíuleikana sem haldnir verða í Ríó í sumar en þessi magnaða sundkona segist alltaf taka þátt í RIG.

Í þessu innslagi er ítarlegt viðtal við Eygló Ósk þar sem víða er komið við. Þar kemur m.a. fram að Eygló er ekki orðin þreytt á öllu fjölmiðlafárinu sem fylgdi titlinum "Íþróttamaður ársins" en segist þó reyndar vera frekar lítið fyrir myndatökur.

Einnig er mikið af skemmtilegu myndefni af keppendum og áhorfendum í Laugardalslauginni en efnið var tekið upp föstudaginn 22. janúar.