SportTV og SportTV2

SportTV og SportTV2 eru sjónvarpsrásir fjölmiðlafyrirtækisins Sportmiðla ehf. Á SportTV og SportTV2 er sýnt beint frá innlendum og erlendum íþróttaviðburðum af öllum stærðum og gerðum auk þess sem á dagskrá stöðvarinnar eru frétta- og spjallþættir.
SportTV sendir út á rás 13 hjá Símanum og Vodafone - SportTV2 sendir út á rás 12 hjá Símanum og rás 29 hjá Vodafone.

SportTV á sér þó lengri sögu, en stöðin var stofnuð í september 2009 og skapaði sér sérstöu með netútsendingum frá innlendum og erlendum íþróttaviðburðum.
SportTV myndaði og sýndi í beinni netútsendingu yfir 2000 íslenska íþróttaviðburði.

Sportmiðlar ehf. eiga og reka SportTV, SportFM og Sport.is

Sportmiðlar | Góð íþrótt - gulli betri