Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Nike að gera allt vitlaust með nýrri auglýsingu þar sem Colin Kaepernick er í aðalhlutverki

Nike er búið að setja samfélagmiðla á annan endan með því að gera Colin Kaepernick að andliti framleiðandans í nýrri auglýsingu. Kaepernick er leikmaðurinn sem byrjaði að krjúpa á meðan þjóðsöngurinn var leikinn í NFL. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt hann og núna Nike er Donald Trump. Auglýsingin verður sýnd í sjónvarpinu á fimmtudagskvöldið á meðan opnunarleikurinn verður í gangi á milli Philadelphia Eagles og Atlanta Falcons. Kaepernick mun tala inn á auglýsinguna en ásamt honum munu Serena Williams, Odell Beckham Jr og maraþon hlauparinn Eliud Kipchoge koma fram í auglýsingunni. Skiptar skoðanir eru um þetta útspil hjá Nike en fjöldi fólks hefur sýnt andúð sína á þessu með því að kveikja í Nike fatnaði.