Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Ásta bauð upp á heljarstökk!

Erla Hendriksdóttir, liðsstjóri og Ásta Árnadóttir sjúkraþjálfari eru öllum hnútum kunnugar í íslenska landsliðshópnum. Þær léku báðar með landsliðinu, Erla lék 55 A-landsleiki og Ásta 36. Þær röbbuðu við SportTV um lífið í kringum landsliðið og Ásta lauk viðtalinu með því að taka heljarstökk í innkasti, rétt eins og hún var fræg fyrir í "gamla daga".