Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Dagný tryggði yngra liðinu sætan sigur

Landsliðskonunar fara reglulega í skotkeppni þar sem yngri leikmenn etja kappi við eldri kempurnar í liðinu.

SKotkeppni dagsins var heldur betur spennandi, þar sem úrslitin réðust í bráðabana. Hallbera Guðný Gísladóttir fékk gullið tækifæri til að klára þetta fyrir eldra liðið en liðsfélagi hennar hjá Breiðabliki, Sonný Lára Þráinsdóttir, varði glæsilega.

Dagný Brynjarsdóttir fékk því tækifæri til að skora sigurmarkið og það gerði Selfyssingurinn með ágætu skoti. Úrslitin eru þó ekki fullráðin, þar sem önnur skotkeppni verður í aðdraganda leiksins gegn Slóveníu og þar fá "þær gömlu" tækifæri að rétta sinn hlut.