Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is
Lesendur BBC hafa valið lið 1. umferðar HM í Rússlandi og eru hvorki fleiri né færri en fjórir íslenskir landsliðsmenn í valinu. BBC hefur fengið lesendur til að gefa leikmönnum einkunnir og fékk Hannes Halldórsson þriðju hæstu einkunn allra leikmanna í 1. umferð og Alfreð Finnbogason þá fimmtu hæstu. Á milli þeirra var enginn annar en Cristiano Ronaldo.
Auk Alfreðs og Hannesar eru Gylfi Þór Sigurðsson og Ragnar Sigurðsson í mjög vel mönnuðu liði umferðarinnar.