Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is
Frakkland vann C-riðil á HM í Rússlandi eftir markalaust jafntefli gegn Danmörku í dag. Fyrsti markalausi leikur HM 2018 þar með staðreynd. Danmörk lenti í öðru sæti og eru þessi lið komin í 16 liða úrslit.
Þessi úrslit þýða að komist Ísland áfram þá mætir Ísland Frakklandi í 16 liða úrslitum. Króatía mætir að öllum líkindum Danmörku. Til að þetta gerist þarf Ísland að vinna Króatíu á eftir og treysta á hagstæð úrslit í leik Nígeríu og Argentínu.
Meðfylgjandi myndir tók Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir sem myndar einnig leik Íslands og Króatíu á eftir.