Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is
Króatía lagði England 2-1 í framlengdum undanúrslitaleik á HM í Rússlandi. Það er því Króatía sem mætir Frakklandi í úrslitum á sunnudaginn.
Kieran Trippier kom Englandi yfir með frábæru marki beint úr aukaspyrnu strax á 5. mínútu leiksins.
Ivan Perisic jafnaði metin á 68. mínútu en það var Mario Mandzukic sem tryggði Króatíu sanngjarnan sigur á 109. mínútu. England mætir Belgíu í leiknum um þriðja sætið á laugardaginn.