Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is
Króatía þurfti vítaspyrnukeppni til að leggja Rússland að velli á HM í fótbolta í Rússlandi í kvöld.
Denis Cheryshev kom Rússlandi yfir á 31. mínútu en Anrej Kramaric jafnaði metin á 39. mínútu og var staðan 1-1 að loknum venjulegum leiktíma.
Domagoj Vida kom Króatíu yfir á 11. mínútu framlengingar en Mario Fernandes jafnaði metin þegar fimm mínútur eftir eftir af framlengingunni.
Króatía vann vítaspyrnukeppnina 4-3 og mætir því Englandi í undanúrslitum á miðvikudaginn.