Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is
Ronaldo hinn brasilíski hefur áhuga á að kaupa hlut í spænska úrvalsdeildarfélaginu Real Valladolid.
Ronaldo gerði garðinn frægan fyrir bæði Real Madrid og Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni og skoraði yfir 350 mörk á mögnuðum ferli sínum. Hann hefur lengi verið orðaður við fjárfestingu í Real Valladolid en Ronaldo er sagður ætla að kaupa hlut að verðmæti 30 milljónum evra í félaginu.
Ronaldo er viðskiptafélagi Jose Moro varaforseta Valladolid hjá vínframleiðslufyrirtækinu Cepa 21.
Carlos Suarez á félagið og er forseti þess en félagið er töluvert skuldsett og sárvantar fjárfestingu. Fjárfesti Ronaldo í félaginu mun hann taka við sem forseti en Suarez mun þó áfram eiga vænan hlut í félaginu.