Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is
Knattspyrnusamband Íslands er búið að tilkynna byrjunarlið Íslands á móti Nígeríu.
Heimir Hallgrímsson gerir tvær breytingar á byrjunarliðinu. Rúrik Gíslason kemur inn fyrir Jóhann Berg Guðmundsson sem er meiddur og Jón Daði Böðvarsson er við hlið Alferðs Finnbogasonar í framlínunni. Emil Hallfreðsson missir sæti sitt í byrjunarliðinu í dag og er Gylfi Þór Sigurðsson við hlið Arons Einars Gunnarsson á miðjunni.
Rúrik er á vinstri kantinum og Birkir Bjarnason á sínum stað á þeim vinstri. Vörnin er eins og gegn Argentínu, Birkir Már Sævarsson og Hörður Björgvin Magnússon í bakvörðum og Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson eru miðverðir. Hannes Þór Halldórsson er að sjálfsögðu í markinu.
Byrjunarliðið má sjá hér að neðan: