Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is
Rússland og Króatía mætast í 8 liða úrslitum HM í Rússlandi.
Rússland lagði Spán 4-3 í vítaspyrnukeppni eftir að staðan var 1-1 að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu. Igor Akinfeev varði tvö spænsk víti og tryggði heimamönnum óvænt farseðil í átta lið úrslit.
Staðan var einnig 1-1 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu hjá Króatíu og Danmörku. Kasper Schmeichel varði vítaspyrnu Luka Modric undir lok framlengingar og tvö víti í vítaspyrnukeppninn en það dugði ekki til því Danijel Subasic markvörður Króatíu varði þrjú víti í vítaspyrnukeppninni.