Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

A-landslið kvenna mætir Svíþjóð

A-landslið kvenna í handknattleik mætir Svíþjóð í tveimur æfingarleikjum á Íslandi í Schenker höllinni að Ásvöllum. Fyrri leikurinn fer fram fimmtudaginn 27.september kl.19.30 og síðari leikurinn tveimur dögum seinna, laugardaginn 29.september kl.16.00. Sænska landsliðið er geysilega öflugt lið en þær urðu í fjórða sæti á síðasta HM sem fór fram í Þýskalandi árið 2017. Miðasala á leikina er hafin inná tix.is

Meðal þekktustu leikmönnum sænska liðsins eru þær Isabella Gulldén sem er ein besta handknattleikskona heims í dag og Johanna Westberg sem er vinstri skytta en hún spilar með danska liðinu NFH.

Leikmannahópur Íslands

A landslið kvenna.jpg

Leikmannahópur Svíþjóðar

svíþjóð.jpg