Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

13 marka tap gegn Svíum

Ísland og Svíþjóð mættust öðru sinni að Ásvöllum í dag. Íslenska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og komust í 3-1 forystu. Eftir um tíu mínútna leik var staðan jöfn 5-5 og var mikið jafnræði með liðinum. En sænska liðið komst í gang þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af hálfleiknum og náðu fjögurra marka forystu 16-12 en íslenska liðið skoraði síðasta mark hálfleiksins og staðan því 16-13 í hálfleik. Sænska liðið lék á alls oddi í síðari hálfleiknum og átti það íslenska engin svör við þeirra leik. Fór svo að lokum að Svíar unnu öruggan þrettán marka sigur 20-33.

Ísland 20-33 Svíþjóð (13-16)

Mörk Íslands: Þórey Rósa Stefánsdóttir 5, Helena Rut Örvarsdóttir 5, Ragnheiður Júlíusdóttir 2, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 1, Lovísa Thompson 1, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 1, Sigríður Hauksdóttir 1, Karen Knútsdóttir 1, Arna Sif Pálsdóttir 1, Thea Imani Sturludóttir 1, Perla Ruth Albertsdóttir 1.

Varin Skot: Hafdís Renötudóttir 7, Elín Jóna Þorsteinsdóttir 5.

Mörk Svíþjóðar: Nathalie Hagman 5, Anna Lagerquist 5, Louise Sand 4, Daniela Gustin 4, Hanna Blomstrand 3, Jenny Alm 3, Olivia Mellegård 2, Mathilda Lundström 2, Isabella Gulldén 2, Olivia Strömberg 2, Linn Blohm 1, Johanna Westberg 1.

Varin skot: Johanna Bundsen 7, Filippa Idehn 6.