Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Adam: Verð áfram í Haukum

Adam Haukur Baumruk hefur átt frábæra úrslitakeppni og margir hafa verið að gera því skóna að kappinn hyggist fara erlendis í atvinnumennsku að loknu tímabili.

Adam var í sigurvímu eftir leikinn í kvöld og staðfesti að hann verði áfram í Haukum á næsta ári, markvörðum annarra liða til mikillar skelfingar!