Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Alex Dujshebaev og Maura Visser leikmenn septembermánaðar

Evrópska handknattleikssambandið hefur útnefnd leikmenn septembermánaðar og í karlaflokki er það Alxe Dujshebaev en í kvennaflokki er það Maura Visser.

Leikmaður September | Karla

Framistaða Dujshevaev með liði sínu Kielce hefur verið afbragðs góð en hann skoraði 25 mörk fyrir liðið í september, og átti stóran þátt í því að liðið er búið að vinna þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum í Meistaradeildinni.

"Gengi liðisins er það mikilvægasta fyrir mig. En auðvitað er ánægjulegt vera verðlaunaður með svona verðlaunum fyrir afrek sín", sagði Dujshebaev.

Hér er listi yfir þá fimm leikmenn sem urðu efstir í kjörinu.

  1. Alex Dujshebaev (Spánn) - Kielce
  2. Dejan Milosavlje (Serbía) - Vardar
  3. Dika Mem (Frakkland) - Barcelona
  4. Andre Schmid (Sviss) - Rhein-Neckar Löwen
  5. Vuko Borozan (Makedóníu) - Vardar

Leikmaður September | Konur

Maura Visser spilaði virkilega vel með Bietigheim í forkeppni Meistaradeildarinnar. Hún skoraði fimm mörk í undanúrslitaleiknum gegn Bera Bera og átta mörk í úrslitaleiknum gegn Lublin. Þessi frammistaða hennar skilaði henni þessari nafnbót.

"Þetta er mikill heiður fyrir mig að fá þessi verðlaun", sagði Visser."Við vorum kannski sigurstranglegastar í þessari forkeppni en það er aldrei neitt öruggt. Við höfðum séð Lublin spila á æfingarmóti í sumar og okkur fannst við geta unnið þær, en reiknuðum ekki með svona öruggum sigri."

Hér er listi yfir þá fimm leikmenn sem urðu efstar í kjörinu.

  1. Maura Visser (Holland) - Bietigheim
  2. Natalia Chigirinova (Rússland) - Podravka
  3. Laura van der Heijden (Holland) - Bietigheim
  4. Jelena Trifunovic (Serbía) - Craiova
  5. Tereza Pokorna (Tékkland) - Slavia Praha