Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Danski handboltinn | Kristina "Mulle" Kristiansen handarbrotin

mulle meidd.jpg

Danska liðið Nykøbing Falster Handball tilkynnti á facebook síðu sinni að hin litríka Kristina "Mulle" Kristiansen hefði handarbrotað í leik liðsins gegn Holstebro á dögunum. Kristina sem hefur ekki misst úr leik með NFH síðan í ágúst 2015 mun vera frá keppni í þó nokkurn tíma vegna þessara meiðsla. Það er ljóst að þetta er mikil blóðtaka fyrir NFH en liðið er taplaust eftir 6 umferðir, Kristina skoraði í þeim 23 mörk ásamt því að gefa 26 stoðsendingar.

Hér má sjá fréttatilkynninguna í heild sinni

Nú er ljóst að hin litríki miðjumaður verður frá í langan tíma vegna meiðsla. Hún handarbrotnaði í leiknum gegn TTH Holstebro og mun hún gangast undir aðgerð á miðvikudaginn næst komandi. Eftir það taka við 6 vikur í gipsi og svo endurhæfing eftir það. Við bindum miklar vonir við það að "Mulle" verði kominn aftur á parketið í Final4 bikarsins sem fer fram daganna 29. og 30.desember.