Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF bikarinn | ÍBV með eins marks sigur

ÍBV mætti í dag franska liðinu PAUC Aix á heimavelli í Vestmannaeyjum í dag en þetta var fyrri leikur liðanna. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur en gekk illa að skora úr færunum síðan og það nýtti franska liðið sér og var með tveggja marka forystu í hálfleik 12-10. ÍBV kost í þriggja marka forystu um miðjan síðari hálfleikinn en gestirnir neituðu að gefast upp og jöfnuðu leikinn. Jafnt var á öllum tölum en ÍBV náði að tryggja sér eins marks sigur 24-23,á lokasekúndunum leiksins.

Liðin mætast aftur um næstu helgi á heimavelli PAUC Aix.

EHF bikarinn | 2.umferð

ÍBV 24-23 PAUC Aix (10-12)