Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF bikarinn | Selfoss tapaði naumlega

Selfoss lék í dag fyrri leik sinn gegn slóvenska liðinu Riko Ribnica í EHF bikarnum í dag. Leikurinn fór fram í Slóveníu og voru heimamenn með frumkvæðið framan af leiknum. Heimamenn voru með sex marka forystu í hálfleik 17-11 en Selfyssingar léku betur í síðari hálfleiknum og náðu að minnka munin niður í þrjú mörk. Nær komust Selfyssingar ekki og töpuðu leiknum 30-27 en þessi úrslit þýða að Selfyssingar eiga ágætis möguleika að komast áfram í keppninni. Síðari leikur liðanna fer fram á Selfossi um næstu helgi.

EHF bikarinn

Riko Ribnica 30-27 Selfoss (17-11)