Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild karla | 6 punktar eftir 2.umferðina

Þó að Meistaradeild karla sé ný farin af stað eru þó línur aðeins farnar að skýrast eftir 2.umferðina sem fór fram um liðna helgi. Það hefur verið mikið skorað og enn eru nokkur lið ósigruð, þá hafa hornamenn liðanna raðað inn mörkunum fyrir lið sín.

En hér eru helstu punktar eftir 2.umferðir:

Enn 11 lið ósigruð

Sem af er hafa farið fram 28 leikir í Meistaradeild karla og það eru enn 11 lið sem eru ósigruð á þessari leiktíð. Átta lið hafa náð að sigra báða sína leiki,Álaborg, PSG, Flensburg, Vardar, Bidasoa Irun, Sporting CP, Savehof og GOG. En 3 lið hafa unnið einn og gert eitt jafntefli, D.Búkarest, Kiel og Kielce. Það er klárlega möguleiki fyrir liðin að bæta leik sinn og hreinlega ógerlegt að ímynda sér það að eitthvað lið komist ósigrað í gegnum riðlakeppnina. Síðan keppnisfyrirkomulaginu var breytt tímabilið 2015/2016 hefur engu liði tekist að fara taplaust í gegnum riðlakeppnina en tvö lið hafa þó komist nokkuð nálægt því. PSG sigraði 13 leiki og tapaði einum tímabilið 2018/2019 og Barcelona vann 12 leiki, gerði 1 jafntefli og tapaði einum leik tímabilið 2015/2016.

Marka hátíð

784 mark var skorað í síðustu umferð Meistaradeildar karla, fimmtán færri en voru skoruð í 1.umferð en það er ljóst að markið hefur verið sett hátt á þessari leiktíð þar sem það voru skoruð 56 mörk að meðaltali í leik um síðustu helgi. Hæsta markaskor var í leik GOG og Medvedi en sá leikur endaði 38-31 sem bætti um betur þau 68 mörk sem voru skoruð í leik Veszprém og Motor í 1.umferðinni. Sóknarleikur hefur verið í hávegum hafður á þessari leiktíð og eru Barcelona búið að skora flest mörkin í þessum tveimur umferðum eða 73 talsins, tveimur meira en Vesprém og GOG. Barcelona skoraði einmitt flest mörkin í 2.umferð þegar þeir unnu stórsigur á slóvenska liðinu Celje 45-21.

Hornamenn minna á sig

Það er nú nokkuð hefðbundið að skyttur liðanna sjái mest um markaskor liðanna en á undanförnum ellefu tímabilum hefur skytta unnið markakóngstitilinn alls sjö sinnum, Filip Jicha(tvisvar), Mikkel Hansen(tvisvar), Momir Ilic(tvisvar) og Alex Dujshebaev. En hornamenn hafa unnið titilinn fjórum sinnum, Uwe Gensheimer(þrisvar) og Hans Lindberg. Á þessari leiktíð lítur út fyrir að hornamennirnir séu að minna aftur á sig. Eftir tvær umferðir raða 3 hornamenn sér í efstu sætin yfir markaskorarar, Sebastian Barthold(19 mörk), Darko Djukic(16 mörk) og Diogo Branquinho(14 mörk).

Góður sigur hjá reynslulitlum þjálfara

Að skora 30 mörk er ekki ávísun á það að vinna leik á þessari leiktíð í Meistaradeild karla en það fékk Kiel að sannreyna í fyrstu umferðinni á móti Kielce. Þýska liðið missti þann leik niður í jafntefli á síðustu sekúndum leiksins en Filip Jicha þjálfari liðsins náði heldur betur að stappa stálinu í sína menn fyrir erfiðan leik á útivelli gegn Veszprém þar sem þýska liðið skoraði 37 mörk og vann leikinn með 6 mörkum sem er eitt versta tap Veszprém í Meistaradeild karla. Það verður að segjast eins og er að Kiel lítur ansi vel út undir stjórn Filip Jicha og setja þeir markið á Final4 í fyrsta skiptið síðan 2016.

Draumabyrjun fyrir dönsku liðin

Engu dönsku liði hefur tekist að komast í Final4 síðan tímabilið 2011/2012 þegar að AG Kaupmannahöfn tapaði úrslitaleiknum gegn Atletico Madrid en hungrið og metnaðurinn er þó til staðar hjá dönsku liðinum. Bæði Álaborg og GOG eru taplaus í Meistaradeildinni þar sem bæði lið hafa vakið hrifningu manna fyrir góðan varnarleik og vel útfærð hraðarupphlaup. Aðeins Bidasoa og Flensburg hafa fengið á sig færri mörk en Álaborg en fyrsta alvöru próf þeirra kemur í fjórðu umferð þegar að þeir taka á móti Pick Szeged.

Leikirnir í C/D riðli

C og D riðlarnir eru alltaf erfiðir og mun baráttan um tvö efstu sætin í þeim verða hörð í ár eins og síðustu ár. Í C-riðli er útlit fyrir að baráttan verði á milli þriggja liða Bidasoa Irun, Sporting CP og Savehof en í D-riðli er eru GOG og D.Búkarest líklegust til þess að enda í efstu tveimur sætunum.