Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild karla | 6 punktar úr fimmtu umferð

Það voru skoruð 829 mörk í fimmtu umferð Meistaradeildar karla en það gerir 59,2 mörk að meðaltali. Baráttan um efsta sætið í A-riðli hefur heldur betur aukist, á meðan Kiel hefur ekki byrjað tímabilið betur á síðasta áratug. Línurnar eru farnar að skýrast í C og D-riðli núna þegar keppni þar er hálfnuð. Nú þegar það er komið vikufrí í Meistaradeild karla er ekki úr vegi að líta yfir það helsta sem hefur gerst framað þessu.

Besta byrjun Kiel síðan tímabilið 2010-2011

Þessi byrjun Kiel á tímabilinu er það besta sem liðið hefur sínt síðan tímabilið 2010-2011, þegar þeir byrjuðu á fimm sigurleikjum og einu jafntefli í fyrstu 6 leikjunum. Samt er tilfinningin að "Sebrahestarnir" hafi siglt í gegnum þetta efiða leikjaprógram af stakri snilld þar sem þeir komu sér nokkuð þæginlega fyrir á toppi B-riðils, þrem stigum á undan liðum eins og Veszprém, Montpellier og Vardar, eftir fimm umferðir. Kiel lenti þó í smá erfiðleikum með sóknarleikinn hjá sér í síðustu umferð þar sem þeir náðu aðeins að skora fjögur mörk á fyrstu fimmtán mínútum seinni hálfleiks en með magnaðri frammistöðu Lukas Nilsson, sem skoraði 11 mörk, náði þýska liðið að landa sínum fjórða sigri í þessum fimm leikjum. Filip Jicha þjálfari liðsins lítur ekki út fyrir að vera á sínu fyrsta ári í þjálfun, hann er líkari því að vera með áralanga reynslu á bakinu sem aðalþjálfari. Þýska liðið er líklegt til afreka í þessum riðli og eiga 3 leiki framundan gegn lakari andstæðingum, tvíhöfða gegn Motor og svo útileik gegn Porto. Vinnist þessir leikir þá verður að teljast líklegt að Kiel sigri B-riðilinn og fari þar með beint í 8-liða úrslit.

Vardar fékk áminningu

Eftir að hafa skorað aðeins fjögur mörk í fyrri hálfleik gegn Kiel í fjórðu umferð, fannst forráðarmönnum Vardar að það þyrfti að gera breytingar þrátt fyrir að liðið væri aðeins búið að tapa einum leik. Rússinn Eduard Koksharov var látinn taka við liðinu og þjálfarinn David Pisonero var gerður að aðstoðarþjálfara, en vandamál Vardar felast ekki í því hver stjórnar liðinu heldur í leikmannahópnum. þrátt fyrir að hafa unnið þrjá fyrstu leikina í vetur þarf Makedónska liðið bæta leik sinn á nánast öllum sviðum sérstaklega þar sem liðið sá á eftir mörgum leikmönum síðasta sumar. Það er ekki auðvelt að segja þetta en ríkjandi meistarar voru gjörsigraðir í síðustu tveimur umferðum gegn Kiel og Veszprém, þar sem þeir fengu á sig 70 mörk í þessum tveimur leikjum, eftir að hafa fengið á sig 88 mörk í fyrstu þremur leikjunum. Sóknarleikur liðsins var líka undir væntingum þar sem leikmenn á borð við Dainis Kristopans, Timur Dibirov og Stas Skube eru aðeins skugginn af sjálfum sér. Það er útlit fyrir að verkefnið að ná inní Final4 veður bara erfiðara og erfiðara með hverri umferðinni sem líður.

Topp 3 úr vinstra horninu

Enn og aftur verða hræringar á listanum yfir markahæstu menn eftir umferð hinna miklu marka og það er farið að myndast minstur. Liðin eru að spila meira inná hornin, sérstaklega vinstra hornið. Það eru líkur á því að þeir séu að fá fleiri sendingar niðrí hornið sérstaklega þegar liðin eru einum fleiri en einnig getur verið skýringin að þeir fái fleiri hraðarupphlaup í stöðunni 6 á móti 6 og enginn markmaður inná. En hvað sem þessu bollaleggingum líður þá eru þrír markahæstu leikmennirnir allir vinstri hornamenn, Emil Jakobsen úr GOG er markahæstur með 34 mörk en á eftir honum koma þeir Sebastian Barthold leikmaður Álaborgar og Timur Dibirov leikmaður Vardar með 33 mörk.

Ekkert lið taplaust

Með ósigrum PSG gegn Barcelona og Savehof gegn Bidasoa fór vonin um að eitthvað lið færi með fullt hús stiga í gegnum riðlakeppni Meistaradeildar karla enn á ný. En þessi lið sem voru þau einu sem voru taplaus eftir fjórar umferðir töpuðu bæði. Meiðsli settu töluvert strik í reikninginn hjá PSG og á samatíma upplifði Savehof sitt versta tap í Meistaradeildinni þegar þeir töpuðu með 16 marka mun (39-23) gegn spænska liðinu. Tap þessara liða gerir það að verkum að það eru aðeins 3 lið sem eru ósigruð á þessari leiktíð, Kiel(fjórir sigrar og eitt jafntefli), Bidasoa(fjórir sigar og eitt jafntefli) og Dinamo Búkarest(þrír sigrar og tvö jafntefli).

Skýrari mynd í C- og D-riðli

Riðlakeppni í C- og D-riðlið eru hálfnuð og þar eru myndin að verða skýrari varðandi hvaða tvö lið fari í umspil. Bidasoa hefur byrjað frábærlega í þessari endurkomu sinni í Meistaradeildinni en þeir eru með fjögurra stiga forystu á Sporting sem situr í þriðja sæti riðilsins, þegar að það eru aðeins fimm umferðir eftir og þar af heimaleik gegn portúgalska liðinu. Sænska liðið Savehof situr í örðu sætinu í C-riðli einni þremur stigum á undan Sporting og þeir vonast til að vera búnir að tryggja sér sæti í umspilnu áður en kemur að síðasta leik riðilsins sem fer fram í Lisabon. Í D-riðli eru D.Búkarest og GOG efst jöfn með átta stig, þremur fleiri en liðið í þriðja sæti, Wisla Plock.

5 lið berjast um toppsætið í A-riðli

Það er nánast ómögulegt að spá fyrir um hvaða lið komi til með að sigra A-riðilinn. Það eru ennþá níu umferðir eftir, en núna eru þrjú lið jöfn með 8 stig og tvö lið með sjö. Sigurganga PSG var stöðvuð af Barcelona sem er komið mikið skrið og hafa sigrað síðustu fjóra leiki sína. Þá hefur Álaborg heldur betur komið á óvart með því að vinna fjóra leiki og eru með því jafnir að stigum og þessir miklu risar í handboltanum, en danska liðið mun mæta PSG og Barcelona tvívegis í næstu fjórum umferðum. Pick Szeged og Flensburg eru svo aðeins einu stigi frá þessum liðum og vonast eftir að þau misstigi sig einhvers staðar á leiðinni.

6punktar5.jpg