Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild karla | Andy Schmid framlegir við Rhein-Neckar Löwen

Rhein-Neckar Löwen tilkynnti það á heimasíðu sinni að félagið hafi framlengt samninginn við miðjumanninn Andy Schmid ti ársins 2022. Schimd sem er 35 ára hefur spilað vel með liðnu undanfarin fjögur ár og það sem af er þessu tímabili hefur hann skorað 37 mörk og gefið 24 stoðsendingar. Það skal því engan undra að forráðarmenn félagsins hafi ákveðið að framlengja samnings hans en hann átti að renna út 2020. Þegar að samningnum lýkur hefur Schmid leikið í tólf ár með félaginu og hann vill hvergi annars staðar vera."Ég get ekki hugsað mér að klæðast annari treyju það sem eftir er af mínum ferli", sagði Schmid á heimasíðu félagsins.

Andy Schmid hóf atvinnuferil sinn árið 2004 hjá Grasshopper en hann gekk til liðs við Rhein-Neckar Löwen frá Bjerringbro-Silkeborg árið 2010.