Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild karla | Celje rekur þjálfarann

Forráðarmenn slóvenska liðsins Celje Lasko hafa tekið þá ákvörðun um að segja upp samningnum við Branko Tamse, þjálfara liðsins. Þessi ákvörðun var tekin í kjölfar tapsins gegn Riko Ribinca í fjórðu umferð í slóvensku deildinni en þetta var fyrsta tap liðsins í deildarkeppni í þrjú ár. Þann tíma sem Tamse var við stjórnvölin vann Celje alla titla sem hægt er að vinna í Slóveníu og því kemur þessi brottrekstur töluvert á óvart.

Jernej Smisl forseti félagsins þakkaði Branko Tamse fyrir sín störf fyrir félagið í tilkynningu sem félagið sendi frá sér."Við viljum þakka Branko fyrir sín störf, en hann vann 14 titla með félaginu. Þetta var gjöfullt samstarf og hann mun ávallt vera velkominn á leiki okkar í Zlatorog í framtíðinni".

Branko Tamse þakkaði stuðningsmönnum félagsins fyrir allan þeirra stuðning á þessum tíma og óskaði hinu unga liði alls hins besta í framtíðinni."Þetta gerðist allt mjög hratt. Ég gerði mitt besta fyrir liðið, en því miður dugði það ekki til."

Félagið hefur nú þegar fundið efirmann Tamse en þeir ákváðu að leita til Tomaz Ocvirk en hefur þjálfað yngri flokka félagsins.Þetta er mikil áskorun fyrir mig og ég vona að mér farnist vel. Það er mikill heiður fyrir mig að vera boðið að taka við aðalliði félagsins",sagði Ocvirk við undirritunina.

Fyrsti leikur liðsins undir stjórn Ocvrik er á sunnudaginn þegar liðið mætir Flensburg í Meistaradeildinni.