Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild karla | David Davis að taka við Veszprém

David Davis er að taka við þjálfun ungverska liðsins Veszprém samkvæmt fréttum frá Ungverjalandi. Þessi 42 ára gamli spánverji er einnig landsliðsþjálfari Egyptalands en hann mætti til Veszprém í dag til þess að hefja viðræður um að taka við þjálfun liðsins. Þær viðræður hafa gengið vel og herma fréttir að hann verði tilkynntur sem þjálfari liðsins á morgun þriðjudag.

Davis var aðstoðarþjálfari hjá Vardar á árunum 2014-2018 en hann þjálfaði einnig kvennalið félagsins tímabilið 2016/2017.