Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is
David Davis er að taka við þjálfun ungverska liðsins Veszprém samkvæmt fréttum frá Ungverjalandi. Þessi 42 ára gamli spánverji er einnig landsliðsþjálfari Egyptalands en hann mætti til Veszprém í dag til þess að hefja viðræður um að taka við þjálfun liðsins. Þær viðræður hafa gengið vel og herma fréttir að hann verði tilkynntur sem þjálfari liðsins á morgun þriðjudag.
Davis var aðstoðarþjálfari hjá Vardar á árunum 2014-2018 en hann þjálfaði einnig kvennalið félagsins tímabilið 2016/2017.