Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild karla | Dissinger orðinn leikmaður Vardar

Þýski landsliðsmaðurinn Christian Dissinger hefur skrifað undir tveggja ára samning við Vardar. Dissinger samdi á dögunum um starfslok hjá þýska liðinu Kiel. Þessi 26 ára miðjumaður hefur verið að glíma við erfið meiðsli að undanförnu en er nú orðinn heill heilsu og mun án efa hjálpa liði Vardar í komandi verkefnum.

"Eftir erfið þrjú ár hjá Kiel þá er ég mjög glaður að Vardar veiti mér nýtt upphaf. Stuðningsmenn Kiel eru frábærir en stuðningsmenn Vardar eru þeir bestu í Evrópu. Ég hlakka mikið til þess að kynnast þessum frábæru stuðningsmönnum sem og liðinu, landi og þjóð. Ég mun leggja mig allan fram fyrir félagið og ég vona að ég nái að leggja mitt að mörkum í vonandi árangursríku tímabili", sagði Dissinger við undirritunina.