Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild karla | Djushebaev feðgar hressir

Hinn litríki Talant Djushebaev sem þjálfar pólska liðið Kielce er þeirrar gæfu aðnjótandi að vera með báða syni sína sem leikmenn hjá sér. Alex gekk til liðs við félagið síðasta sumar frá Vardar og er einn af lykilleikmönnum pólska liðsins en yngri bróðurinn Daniel gekk kom frá Celje í sumar.

Fjölskyldan er mjög ánægð með lífið í Kielce og láta fjölskylduböndin ekki trufla dagleg störf hjá félaginu. "Það getur verið erfitt þegar þú horfir á syni þína sem faðir. En þegar þú ferð yfir í þjálfarahlutverkið er það mun auðveldara", segir Talant."Alex er einn af bestu leikmönnum heims en hann er ekki hérna vegna þess að hann er sonur minn. Staðan er hjá Daniel er aðeins öðruvísi, hann er ennþá ungur og á eftir að læra margt en ef hann leggur hart að sér mun hann ná langt."

Hér í spilaranum fyrir neðan má sjá skemmtilegt myndbrot af fjölskyldunni