Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild karla | Flensburg sigraði Zaporozhye | D.Búkarest vann í Finnlandi

Tveir leikir voru á dagskrá í Meistaradeild karla í dag. Flensburg tók á móti Zaporozhye en liðin eru í B-riðli. Heimamenn byrjuðu leikinn betur og komust snemma í 4-1 en gestirnir tóku aðeins við sér í enda hálfleiksins og var staðan í hálfleik 13-11 fyrir heimamenn. Það var aðeins eitt lið á vellinum í síðari hálfleik og endaði leikurinn með sjö marka sigri Flensburg 31-24 og fjórða tap Zaporozhye því staðreynd. Í hinum leik dagsins áttust Riihimäen Cocks og D.Búkarest í D-riðli. Finnska liðið var mun betri aðilinn í leiknum lengst af og voru með tveggja marka forystu í hálfleik 17-15. Þeirri forystu héldu þeir og um miðjan síðari hálfleikinn höfðu þeir fjögurra marka forystu en eins og svo oft áður lentu þeir í vandræðum á síðustu tíu mínútum leiksins. En á þeim kafla voru gestirnir mun betri og náðu að komast yfir 30-31 þegar um mínúta var eftir af leiknum. Nico Rönnberg náði að jafna metin fyrir heimamenn og héldu margir að jafntelfi yrði niðurstaðan en allt kom fyrir ekki. Gestirnir brunuðu uppí sókn sem endaði með því að Andras Szasz skoraði flautumark og því eins marks sigur 31-31 gestanna staðreynd.

Meistaradeild karla | Úrslit dagsins

Flensburg 31-24 Zaporozhye (13-11)

Mörk Flensburg: Magnus Abelvik Röd 8, Jim Gottfridsson 5, Lasse Svan 4, Magnus Joendal 4, Simon Jeppsson 2, Holger Glandorf 2, Dani Baijens 2, Anders Zachariassen 2, Ramus Lauge Schmidt 1, Torbjoern Sittrup Bergerud 1.

Mörk Zaporozhye: Pawel Paczkowski 6, Barys Pukhouski 4, Artem Kozakevych 4, Igor Soroka 3, Zakhar Denysov 2, Vladyslav Dontsov 2, Aidenas Malasinskas 1, Maxim Babichev 1, Evgeniy Buinenko 1.