Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild karla | Flensburg - Zagreb í dag kl 17.00

Það er einn leikur á dagskrá SportTV í dag en það er leikur Flensburg og Zagreb og hefst hann kl 17.00.

Leikurinn er athyglisverður fyrir margar sakir en í dag munu tvíburabræður mætast í fyrsta skipti í sögu Meistaradeildarinnar. Þetta eru þeir Benjamin Buric, markvörður Flensburg og Senjamin Buric, línumaður Zagreb. “Ég veit ekki hvorn foreldrar okkar koma til með að styðja en þau munu án efa horfa á leikinn í sjónvarpinu. Ég vona að ég nái að verja marga bolta og að bróðir minn nái að skora mörk en ég vil að sjálfsögðu vinna leikinn”, sagði Benjamín í viðtali við Flensburg avis.

Annar athyglisverður punktur fyrir þessa viðureign er sá að Zagreb hefur tapað öllum leikjum sínum gegn þýsku liði síðan 2011. Þá gerðu þeir jafntefli við Rhein-Neckar Löwen.

995F24E2-809D-4D03-B582-1624AE452240.jpeg