Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild karla | Guðjón Valur í liði 7.umferðar

Í dag var tilkynnt hvaða leikmenn voru valdir í lið 7.umferðar Meistaradeildar karla og eigum við Íslendingar einn fulltrúa í liðinu að þessu sinni. Guðjón Valur Sigurðsson fór á kostum með liði sínu Rhein-Neckar Löwen gegn Montpellier en hann skoraði 11 mörk í leiknum en þetta er í annað skipti sem Guðjón Valur er valinn í lið umferðarinnar.

Hægt er að kjósa hér um hver fær útnefninguna leikmaður umferðarinnar og hvetjum við alla til þess að kjósa okkar mann.

Lið 7.umferðar

Vinstra horn: Guðjón Valur Sigurðsson - Rhein-Neckar Löwen

Vinstri skytta: Simon Jeppsson - SG Flensburg-Handewitt

Miðjumaður: Barys Pukhouski - HC Motor Zaporozhye

Hægri skytta: Amine Bannour - Dinamo Bucuresti

Hægra horn: Mario Lopez - Abanca Ademar Leon

Línumaður: Jannick Kohlbacker - Rhein-Neckar Löwen

Markmaður: Urh Kastelic - HC PPD Zagreb