Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild karla | Leikir dagsins | Barcelona-Veszprém í beinni

Það eru fjórir leikir á dagskrá í Meistaradeild karla í handknattleik í dag. Stórleikur dagsins verður að teljast leikur Barcelona og Veszprém sem hefst kl 16.00. Þessi leikur er mjög athyglisverður fyrir margar sakir. Liðin hafa mæst 18 sinnum í Meistaradeildinni og spænska liðið hefur unnið þrettán þeirra, liðin mættust einnig í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2015 þar sem Barcelona hafði sigur 28-23. Ungverska stórskyttan Laszlo Nagy mun áreiðanlega finnast vera nánast á heimavelli en hann lék í tólf ár með spænska félaginu, þar sem hann vann Meistaradeildina tvisvar sinnum. Síðast en ekki síst verður sérstklega fróðlegt að fylgjast með hvernig Aroni Pálmarssyni reiðir af í þessum leik en hann er að mæta sínum gömlu félögum í fyrsta skipti eftir að Barcelona keypti upp samninginn hans við Veszprém.

Leikir dagsins

A-riðill

Kl 15.30 Vardar - Kristianstad

Kl 16.00 Kielce - Rhein-Neckar Löwen

Kl 16.00 Barcelona - Veszprém | SportTV

Kl 17.30 Meshkov Brest - Montpellier

C-riðill

Kl 14.00 Medvedi - Sporting

Kl 16.00 Tatran Presov - Bjerringbro-Silkeborg

D-riðill

Kl 17.30 Ademar Leon - Dinamo Búkarest