Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild karla | Nikolay Stepanec tekur við Zaporozhye

Nikolay Stepanec hefur verið ráðinn sem þjálfari Zaporozhye en hann tekur við af Patrik Rombel sem var sagt upp störfum á mánudaginn. Stepanec er ætlað að snúa við gengi liðsins í Meistaradeild karla en liðið hefur tapað fyrsti fjórum leikjum sínum.

”Við erum að undirbúa okkur undir erfiðan leik á móti Zagreb en þeir hafa fengið þrjú stig útúr leikjum sínum. Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið, Zagerb vill slíta sig enn frekar frá okkur og við þurfum sárlega á okkar fyrstu stigum að halda. Markmið okkar er að vera á meðal 6 efstu í riðlinum og komast áfram í 16-liða úrslitin en tíminn vinnur ekki með okkur. Við munum halda áfram þeirri vinnu sem Rombel var byrjaður á en með nokkrum áherslubreytingum”,sagði Stepanec á heimasíðu félagsins.