Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild karla | Patryk Rombel rekinn frá Zaporozhye

Úkraínska liðið Zaporolzhye tilkynnti í gær að forráðarmenn félagsins hafi ákveðið segja Patryk Rombel, þjálfara liðsins upp störfum. Þessi ákvörðun er tekin í kjölfar þess að liðið hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum í Meistardeildinni. Félagið segist ætla að tilkynna um nýjan þjálfara í næstu viku en Branko Tamse þykir líklegastur til þess að taka við. Branko sem var sagt upp störfum hjá Celje Lasko á dögunum hefur einnig verið orðaður við Veszprém.