Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild karla | PSG, Skjern og Pick Szeged öll með sigra

Það var boðið uppá 5 leiki í Meistaradeild karla í gær, 3 í B-riðli, 1 í C-riðli og 1 í D-riðli. PSG tók á móti Celje Lasko og það var í raun aldrei spurning hvort liðið myndi fara með sigur af hólmi úr þeim leik. Heimamenn voru mikið sterkari allan leikinn og unnu þæginlegan tólf marka sigur 33-21. Skjern og Zaporozhye áttust við í Danmörku þar sem heimamenn unnu fjögurra marka sigur í miklum markaleik 37-33. Björgvin Páll náði sér ekki á strik í leiknum og var fjótlega skipt útaf en Tandri Már Konráðsson átti fína spretti í varnarleik liðsins. Í lokaleik B-riðils áttust við Pick Szeged og Nantes og fór leikurinn fram í Ungverjalandi. Mikið jafnræði var með liðinum í leiknum en fór svo að lokum að ungverska liðið hafði tveggja marka sigur 30-28 eftir að hafa verið undir í hálfleik 11-12. Stefán Rafn náði ekki að skora fyrir Pick Szeged í leiknum.

Metalurg og Besiktas áttust við í C-riðli þar sem gestirnir frá Tyrklandi sigruðu 22-30. Í D-riðli áttust síðan við Elverum og Wisla Plock en pólska liðið vann þann leik 28-30. Sigvaldi Björn Guðjónsson var markahæstur í liði Elverum með 9 mörk en Þráinn Orri Jónsson náði ekki að skora.