Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild karla | PSG, Vardar og Pick Szeged öll með fullt hús stiga

Það voru hvorki meira né minna en tíu leikir á dagskrá í EHF Meistaradeild karla í dag. Barcelona tók á móti ríkjandi meisturum í Montpellier þar sem heimamenn unnu sannfærandi sigru 35-27. Montpellier hafa því tapað öllum fjórum leikjum sínum í Meistaradeildinni til þessa. Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk í leiknum, þeir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæmdu leikinn og gerðu það af stakri prýði. Veszprém vann nauman sigur 29-28 gegn Meshkov Brest þar sem Roland Mikler markvörður Veszprém varði vítaskot heimamanna á síðust sekúndum leiksins. Kristianstad tapaði með tveimur mörkum 33-31 á útivelli gegn Kielce. Ólafur Guðmundsson var markahæstur í liði Svíanna en hann skoraði 7 mörk, Arnar Freyr Arnarsson skoraði 2 mörk en Teitur Einarsson komst ekki á blað. Vardar og Rhein-Neckar Löwen áttust við í Makedóníu þar sem heimamenn fóru með sigur af hólmi 29-27. Alexander Petersson skoraði 7 mörk en Guðjón Valur skoraði 6 mörk.

Pick Szeged heldur sigurgöngu sinni áfram en að þessu sinni lögðu þeir Celje Lasko að velli 33-24. Stefán Rafn skoraði 4 mörk fyrir Pick Szeged í leiknum. PSG unnu eins marks sigur 35-34 gegn Nantes. Elverum sigraði Wacker Thun með einu marki 30-29 á útivelli í D-riðli. Sigvaldi Guðjónsson skoraði 4 mörk fyrir Elverum en Þráinn Orri komst ekki á blað. Fjórðu umferðinni lýkur svo á morgun með tveimur leikjum þegar að Skjern tekur á móti Zagreb í B-riðli og Bjerringbro-Silkeborg tekur á móti Metalurg í C-riðli.

Öll úrslit dagsins

EHF Meistaradeild karla | A-riðill

Meshkov Brest 28-29 Veszprém (16-15)

Kielce 33-31 Kristianstad (17-12)

Barcelona 35-27 Montpellier (18-13)

Vardar 29-27 Rhein-Neckar Löwen (13-15)

EHF Meistaradeild karla | B-riðill

PSG 35-34 Nantes (19-16)

Pick Szeged 33-24 Celje Lasko (18-8)

EHF Meistaradeild karla | C-riðill

Besiktas 27-33 Sporting (15-18)

Tatran Presov 27-28 Medvedi (13-13)

EHF Meistaradeild karla | D-riðill

Wacker Thun 29-30 Elverum (13-16)

Ademar Leon 27-24 Wisla Plock (15-9)