Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild karla | Rhein-Neckar Löwen með níu marka sigur gegn Kristianstad

Fyrsti leikur í fimmtu umferð Meistaradeildar karla fór fram í dag þegar að Rhein-Neckar Löwen tók á móti Kristianstad. Heimamenn voru mun sterkari aðilinn í leiknum og unnu öruggan níu marka sigur 36-27. Alexander Petersson skoraði 2 mörk fyrir heimamenn en Guðjón Valur náði ekki að skora. Í liði Kristanstad var Ólafur Guðmundsson markahæstur með fimm mörk, Arnar Freyr Arnarsson og Teitur Örn Einarsson skoruðu sitthvor 2 mörkin.

EHF Meistaradeild karla | A-riðill

Rhein-Neckar Löwen 36-27 Kristianstad (18-14)

Mörk RNL: Bogdan Radivojevic 9, Andre Schmid 6, Vladan Lipovina 5, Mads Mensha 4, Jerry Tollbring 3, Jesper Nielsen 3, Filip Taleski 2, Alexander Petersson 2, Gedeon Guardiola 1, Jannik Kolhbacher 1.

Varin skot: Andreas Palicka 13.

Mörk Kristianstad: Ólafur Andrés Guðmundsson 5, Stig Moen Nilsen 5, Anton Halen 4, Marc Canellas 3, Helge Freiman 3, Arnar Freyr Arnarsson 2, Alfred Ehn 2, Teitur Örn Einarsson 2, Adam Nyfjall 1.

Varin skot: Leo Larsson 7, Richard Kappelin 2.