Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild karla | Ronald Mikler á förum til Pick Szeged

Ungverski landsliðsmarkvörðurinn Roland Mikler, sem leikur með Veszprém er sagður vera að semja við erkifjendurna í Pick Szeged. Samningur Mikler við Veszprém rennur út næsta sumar. Mikler spilaði með Pick Szeged á árunum 2010-2014 og ef þetta gengur eftir mun hann verða aftur liðsfélagi Mirko Alilovic. Þeir félagar mynduðu markvarðapar hjá Veszprém á síðustu leiktíð.

Það eru sögusagnir um að Svíinn Mikael Appelgren markvörður Rhein-Neckar Löwen muni fylla skarð Mikler hjá Veszprém. En brotthvarf Vranjes í síðustu viku kann að breyta þeim plönum.