Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild karla | Sjáðu magnað sigurmark Sporting

Leik Medvedi og Sporting var að ljúka rétt í þessu en leikurinn var hörkuskemmtun. Það var mikið jafnræði með liðinum en þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik þá náðu heimamenn yfirhöndinni og fóru með fjögurra marka forystu 14-10 inní hálfleikinn. Medvedi var áfram sterkari aðilinn í upphafi síðari hálfleiks en gestirnir frá Portúgal náðu að jafna leikinn 22-22 þegar rúmar 2 mínútur voru eftir. Þessar síðustu 2 mínútur voru æsispennandi en liðin skiptust á að gera mistök í sóknarleiknum. Þegar 4 sekúndur er eftir af leiknum fá gestirnir aukakast þar sem Carlos Ruesga leikmaður Sporting gerði sér lítið fyrir og skoraði úr rétt áður en leiktíminn rann út og eins marks sigur portúgalska liðsins staðreynd.

Hér má sjá þetta magnaða mark