Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild karla | Stevche Alushovski tekur við Vardar

Nú á upphafi árs var Stevche Alushovski ráðinn sem þjálfari Makedónska liðsins Vardar og er honum ætlað að rífa liðið uppúr þeim öldudal sem það hefur verið í það sem af er keppnistímabilinu.

Alushovski er goðsögn í Makedónskum handbolta en hann er fyrrum leikmaður Vardar þar sem hann spilaði í 10 ár og var fyrirliði liðsins þar sem hann vann 13 meistaratitla og 11 bikartitla með félaginu. Þá lék hann 245 leiki og skoraði í þeim 967 mörk.

"Það er mikil heiður að fá tækifæri að þjálfa Vardar en á sama tíma mikil ábyrgð. Ég veit hvaða þýðingu það hefur að vera þjálfari Vardar og ég er glaður að fá tækifæri að koma aftur í félagið sem ég spilaði í 10 ár. Þetta er einnig viðurkenning á fyrir það starf sem ég hef unnið sem þjálari á síðustu tveimur árum", sagði Alushovski.

Fyrsti leikur Vardar þegar keppnin í Meistaradeild karla hefst á ný þann 5.febrúar er gegn þýska liðinu Kiel á útivelli.

"Við getum því miður ekki gert drastíksar breytingar en við getum breytt aðeins í leikskipulaginu hjá okkur. Ég vona að verði til þess að við förum að spila eins og ríkjandi meisturum sæmir. Við eigum þrjá leiki eftir í riðlakeppninni og ég vonast til að við komum okkur á sigurbraut á ný.

Vardar.jpg