Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild karla | Topp 10 félagskiptin

Meistaradeild Evrópu hefst eftir rúmar tvær vikur þegar að stórliðin Rhein-Neckar Löwen og Barcelona mætast. Við ætlum að líta á þau 10 félagaskipti sem teljast þau athyglisverðustu á fram að þessu.

10.sæti Thomas Mogensen (Flensburg - Skjern)

Skjern komst allaleið í 8-liða úrslitin á síðustu leiktíð og unnu því sér rétt í efri styrkleikaflokki á komandi leiktíð og þessi félagaskipti benda til þess að þeir ætli sér að halda sæti sínu þar. Thomas Mogensen yfirgefur herbúðir Flensburg sem goðsögn eftir ellefu ár hjá félaginu. Þessi leikreyndi miðjumaður og geta hans til að skora mörk mun vera mikilvægt vopn hjá Skjern í þeirra baráttu í B-riðli.

9.sæti Torbjorn Bergerud (TTH Holstebro - Flensburg)

Þessi 24 ára norski landsliðsmarkmaður fær það verðuga hlutverk að fylla uppí það skarð sem Mattias Andersson og Kevin Moller skilja eftir sig hjá Flensburg. Torbjorn hefur spilað yfir 50 landsleiki fyrir Noreg og tók þátt í HM 2017 og þykir afar efnilegur.

8.sæti Steffen Fäth (Füchse Berlin - Rhein-Neckar Löwen)

Steffen spilar í stöðu vinstri skyttu og hann hefur verið að gera sig gildandi á stóra sviðinu á undanförunum árum og jafnframt gegndi hann lykilhlutverki í þýska landsliðinu á EM 2016. Það er útlit fyrir að þessi félagaskipti komi til með að vera góð viðskipti fyrir Rhein-Neckar Löwen.

7.sæti Viran Morros (Barcelona - Paris Saint-German)

Þetta eru á vissan hátt athyglisverðustu félagaskipti sumarsins, Morros ákvað að yfirgefa Barcelona eftir 7 ára veru til þess að ganga til liðs við PSG. Það verður fróðlegt að sjá hvernig Raul Gonzalez þjálfari PSG komi til með að stilla upp varnarleik liðsins með þessari viðbót í Morros og Henrik Toft Hansen, en ekki má gleyma að vörn liðsins hefur fram til þessa verið borin uppi af þeim Karabatic bræðrum.

6.sæti Dean Bombac (Kielce - Pick Szeged)

Bombac kemur aftur til Pick Szeged eftir að hafa ákveðið að fara til Póllands fyrir tveimur árum. Þessi tvö ár voru Bombac mjög erfið en hann náði engan vegin að sýna sitt rétta andlit á þeim tíma. hefur

5.sæti Kentin Mahé (Flensburg - Veszprém)

Ljubomir Vranjes er á sínu örðu ári sem þjálfari Veszprém og hann er óðum að ná að móta liðið eftir sýnu höfði og koma Mahé er stór partur í þeirri vegferð. Mahé veit uppá hár hvers Vrjanes ætlast til af honum og verður fróðlegt að fylgjast með honum í vetur.

4.sæti Kim Ekdal du Rietz (Rhein-Neckar Löwen - Paris Saint-Germain)

Endurkoma Ekdal du Rietz undir lok síðustu leiktíðar kom öllum á óvart, þessi stæðilegi Svíi kom tilbaka á eigin forsendum og það eitt og sér gerir hann að öflugum leikmanni. Það að hann ákveði að semja við PSG sannar að eldmóður hans fyrir handbolta er meiri en nokkurn tímann áður og hann kemur til með að koma með nýja vídd inní spilamennsku PSG.

3.sæti Ludovic Fabregas (Montpellier - Barcelona)

Þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára hefur Fabregas náð að sanna sig sem gæða leikmaður á hæsta stigi handboltans. Hann hampaði sigri í Meistaradeild Evrópu með Montpellier og eins varð hann heimsmeistari með franska landsliðinu í janúar síðastliðnum. Barcelona gerði mjög vel með því að ná að tryggja sér þennan magnaða leikmann fyrir ári síðan.

2.sæti Luka Cindric (Vardar - Kielce)

Kielce þurfti að finna nýjan leikstjórnanda eftir að Bombac ákvað að fara til Pick Szeged og Uros Zorman ákvað að leggja skóna á hilluna, Luka Cindric er frábær lausn á því vandamáli. Alex Dujshebaev er án efa mjög ánægður að verða aftur liðsfélagi Cindic en þeir léku mjög vel saman með Vardar þegar þeir unnu Meistaradeidina 2016.

1.sæti Arpad Sterbik (Vardar - Veszprém)

Þrátt fyrir að vera orðinn 38 ára hefur Sterbik margoft sýnt það með frábærum tilþrifum í Meistaradeildinni að hann er ennþá einn besti markvörður álfunnar. Koma Sterbik gæti reynst Veszprém mikilvæg í því að komast í Final4 í Köln á nýjan leik.