Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild karla | Úrslit dagsins

Það var mikið um að vera í Meistaradeild karla í handknattleik í dag en alls voru sjö leikir á dagskrá. Stórleikur dagsins var i Barcelona þegar að heimamenn tóku á móti Veszprém en heimamenn höfðu sigur 31-28 þar sem Aron Pálmarsson skoraði 3 mörk. Íslendingarnir fóru mikinn í leik Rhein-Neckar Löwen og Kielce en Alexander Petersson skoraði 8 mörk og Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 5 mörk. En Þrátt fyrir góðan leik þeirra þá tapaði Löwen leiknum 35-32. Óvæntustu úrslitin litu svo dagsins ljós í Hvíta-Rússlandi þegar að heima menn í Meshkov Brest gerðu sér lítið fyrir og lögðu ríkjandi Evrópumeistara, Montpellier 26-23.

EHF Meistaradeild karla | Úrslit

A-riðill

Meshkov Brest 26-23 Montpellier (13-10)

Kielce 35-32 Rhein-Neckar Löwen (17-17)

Barcelona 31-28 Veszprém (17-14)

Vardar 33-25 Kristianstad (19-10)

C-riðill

Tratan Presov 26-24 Bjerringbro-Silkeborg (12-12)

Medvedi 22-23 Sporting (14-10)

D-riðill

Ademar Leon 31-28 Dinamo Búkarest (12-14)