Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild karla | Veselin Vujovic neitaði Veszprém

Ungverska stórliðið Veszprém leitar nú að nýjum þjálfara eftir að hafa rekið Ljubomir Vranjes á mánudaginn. Samkvæmt makedónskum fréttum þá leituðu forráðarmenn ungverska liðsis til Serbans Veselin Vujovic um að taka við liðinu sem hann segist hafa afþakkað.

"Ég fékk símtal frá Veszprém og þeir vildu fá mig sem þjálfara út leiktíðina. Ég get það ekki vegna þess að ég er þekkt persóna og nýt virðingar. Auk þess þá hef ég ekki góða reynslu af Veszprém og þegar allt kemur til alls þá leyfir hugur minn mér ekki að samþykkja svoleiðis samning. Ég vil ekki vera eitthvað uppfyllingarefni", er haft eftir Veselin Vujovic.

Fréttir herma að forráðarmenn Veszprém ætli sér að leita til David Davis næst en hann var aðstoðarþjálfari hjá Vardar á síðustu leiktíð. En hann er ný tekinn við landsliði Egypta.