Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild karla | Vranjes rekinn frá Veszprém

Nú í hádeginu tilkynnti ungverska stórliðið Veszprém að forráðamenn félagsins hefðu tekið þá ákvörðun að reka Ljubomir Vranjes, þjálfara liðsins.

Vranjes hafið verið við stjórnvölin hjá liðinu í 15 mánuði eða síðan júlí 2017. Slakur árangur liðsins að undanförnu er sagt vera ástæðan fyrir brottrekstrinum. Undir stjórn Vranjes náði Veszprém ekki að verða ungverskur meistari á síðustu leiktíð en það var í fyrsta skipti í 10 ár sem það gerist. Jafnframt datt liðið út í 16-liða úrslitum í Meistaradeildinni þegar liðið tapaði gegn Skjern. Eftir það voru háværar raddir um að Vranjes fengi að taka pokann sinn en forráðarmenn félagsins ákváðu að gefa honum meiri tíma. Sá tími er nú á þrotum og er það helst slök byrjun liðsins í Meistaradeildinni í ár sem veldur mönnum áhyggjum, en liðið hefur tapað tveimur leikjum sínum og nú síðast um liðna helgi gegn Vardar á heimavelli.

Auk Vranjes munu þeir Björn Sätherström, aðstoðarþjálfari og Nikola Eklemovic, íþróttastjóri yfirgefa félagið. István Gulyás mun stýra liðinu þar til nýr þjálfari verður ráðinn.

Vranjes stýrði Veszprém í 51 leik þar sem hann vann 42, gerði 2 jafntefli og tapaði 7.

Vrjanes mun halda áfram starfi sínu sem landsliðsþjálfari Ungverja en hann tók við því starfi á sama tíma og starfinu hjá Veszprém.