Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild karla | William Accambray lánaður til Celje Lasko

Ungverska liðið Veszprém hefur ákveðið að lána William Accambray til slóvenska liðsins Celje Lasko.

Þessi þrítugi franski landsliðsmaður gekk til liðs við Veszprém sumarið 2017, sleit hásin á síðustu leiktíð og hefur átt erfitt með að festa sig í sessi í liðinu eftir það. Ásamt því að Veszprém eru vel mannaðir í vinstri skyttunni en William Accambray er í samkeppni við þá Momir Ilic, Borut Mackovsek og Iman Jamali.

Því ákvað ungverska liðið að lána hann til Celje Lasko þar sem hann mun fá mun meiri spilmínútur, sem er mikilvægt fyrir hann eftir þessi erfiðu meiðsli.