Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild karla | Zagreb vann óvæntan sigur gegn Flensburg

Einn leikur var á dagskrá í Meistaradeild karla í handknattleik í kvöld þegar Flensburg tók á móti Zagreb í Flens-Arena. Króatíska liðið byrjaði leikinn mun betur og komust fljótlega í 4-0 forystu og eftir ellefu mínútna leik var staða 9-5 Zagreb í vil. Þá kveiknaði á Flensburgar liðinu og munaði mestu um framlag dönsku leikmannana Rasmus Lauge Schmidt and Lasse Svan, en staðan var jöfn í hálfleik 16-16. En rétt eins og í fyrri hálfleik þá komu leikmenn Zagreb vel stemmndir útúr klefanum og skorðuðu þrjú fyrstu mörkin í seinni hálfleik og neyddist Maik Machulla, þjálfari Flensburg til þess að taka leikhlé. Það hafði ekki tilætlaðan árangur þar sem þeir króatísku bættu bara í forystuna og þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum voru þeir með fimm marka forystu. Leikmenn Flensburg sem voru dyggilega stuttir af áhorfendum neituðu að gefast upp og minnkuðu forystuna niður í tvö mörk þegar um 2 mínútur voru eftir en nær komust þeir ekki, og því tveggja marka sigur Zagbreb, 31-29 staðreynd. Þetta eru fyrstu stig króatíska liðsins á þýskri grundu frá því tímabilinu 2010-2011.

Urh Kastelic markvörður Zagreb fór hreinlega á kostum í þessum leik og varði 12 skot og var sá leikmaður sem skóp þennan sigur króatíska liðsins.

Hér má sjá nokkrar af mögnuðu markvörslum Kastelic í leiknum