Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild kvenna | 5 bestu sóknarliðin

1.umferðin í Meistaradeild kvenna fer fram núna um helgina og því upplagt að kíkja á hvaða lið eru talin vera með bestu sóknarliðin. Vefsíðan ehfcl.com hefur tekið saman lista með 5 bestu sóknarliðunum.

5.sæti FTC

FTC missti sennilega sinn besta sóknarmann þegar Laura van der Heijend yfirgaf félagið. En þrátt fyrir það eru þær enn hættulegar sóknarlega þökk sé hinni spænsku Nerea Pena. Það sem FTC vantar uppá í uppstilltum sóknarleik bætir liðið upp með góðum hraðaupphlaupum þar sem þær Nadine Schatzl og Viktoria Lukacs eru í aðalhlutverkum.

4.sæti Buducnost

Endurkoma Katarinu Bulatovic til Buducnost voru ein stærstu félagskipti sumarsins. Og með tilkomu hennar í hægri skyttuna lítur sóknarleikur liðsins mun betur út, sérstaklega sérstaklega ef hún og Milena Raicevic ná vel saman. Milena var markahæst í liði Buducnost á síðustu leiktíð með 72 mörk.

3.sæti Györi ETO

Meistarar síðasta árs voru í töluverðum vandræðum sóknarlega sérstaklega vegna mikilla meiðslavandræða sem kom mikið niður á gæðum sóknarleiksins. Með því að endurheimta þessa meiddu leikmenn mun sóknarleikurinn lagast mikið. Eduarda Amorim sýndi það í úrslitaleiknum í vor að hún hefur enn burði til þess að skora mörk sem og koma Veronicu Kristiansen mun auka breiddina í vinstri skyttustöðunni.

2.sæti Brest

Á sínu örðu ári í Meistaradeildinni hefur Brest tekist að byggja upp lið sem er samkeppnishæft við þau bestu í keppninni. Franska liðið samdi við tvær helstu markadrottningar síðustu leiktíðar. þær Isabelle Gulldén og Ana Gros skoruðu samtals 130 mörk á síðustu leiktíð og ljóst að koma þeirra mun breyta ásýnd sóknarleiks liðsins.

1.sæti CSM Búkarest

Þær voru með besta sóknarlið í riðlakeppninni í fyrra, skoruðu 192 mörk í sex leikjum og það er útlit fyrir að liðið búi yfir sama sóknarkrafi á þessari leiktíð. Þrátt fyrir að þær Isabelle Gulldén go Line Jörgensen hafi yfirgefið félagið í sumar. Það er nóg að líta yfir hóp CSM til þess að sjá það, Cristina Neagu skoraði 110 mörk á síðustu leiktíð og Nathalie Hagman gerði 31 mark. Við þetta bætast svo þær Andrea Lekic sem skoraði 69 mörk, Barbara Lazovic sem skoraði 31 mark og hin örvhenta Jovanka Radicevic sem skoraði 60 mörk. Þetta þýðir að CSM er með 2 af 10 markahæstu leikmönnum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð innan sinna raða.