Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild kvenna | 5 bestu sóknarliðin á komandi tímabili

görbitz.jpg

Setningar eins og vörn vinni titla og góður markmaður er hálft liðið höfum við heyrt lengi en staðreyndin er einnig sú að lið þurfa líka að finna leið til þess að koma boltanum í netið. Nú þegar það er bara rétt vika í að flautað verður til leiks í EHF Meistaradeild kvenna er ekki úr vegi en að líta á þau fimm lið sem við teljum vera þau bestu sóknarlega á þessari leiktíð.

5. Metz Handball

Að missa leikmenn á borð við Gnonsiane Niombla og Beatrice Edwige auk þess að Xenia Smits er frá til áramóta vegna meiðsla er augljóslega mikil blóðtaka fyrir Metz. En koma Louise Burgaard gefur fyrirheit um það að skarð hægri skyttunnar verði fyllt. Liðið er skipað góðum hornarmönnum á báðum vængjum með þær Manon Houette og Marion Maubon í vinstra horninu og Laura Flippes í því hægra. Pressan verður hins vegar á þeim Astride N'Gouan og nýliðanum Olgu Perederiy að fylla skarðið sem Edwige skilur eftir sig á línunni.

4. Buducnost

Endurkoma þeirra Jovönku Radicevic og Majda Mehmedovic frá CSM Búkarest eykur gæði liðsins í hornastöðunum augljóslega, ásamt því að endurhemta miðjumanninn klóka Milenu Raicevic tilbaka úr meiðslum en klárt að hornamennirnir verða mataðir af sendingum. Þær eru einnig báðar gríðarlega mikilvægar liðinu í hraðaupphlaupum. Í útilínunni virðist Djurdjina Jaukovic mæta öflugri til leiks en nokkru sinni fyrr og því er útlit fyrir að Dragan Adzic þjálfari liðsins þurfi ekki að missa svefn þrátt fyrir brotthvarf Katarinu Bulatovic.

3.CSM Búkarest

10 leikmenn yfirgáfu félagið en 10 nýjir komu til liðs við það í sumar. Það tekur alltaf tíma að móta nýtt lið og ekki nóg með að það séu nýjir leikmenn þá er einnig nýr þjálfari að stýra liðinu, Svíinn Tomas Ryde. Hann fær það verkefni að að búa til lið úr þessum stjörnuleikmönnum sem liði hefur á að skipa. Meiðsli Noru Mörk setja þó nokkuð strik í plön Ryde en CSM vonast til að ná að endurupplifa ævintýrið frá 2016 þegar liðið vann keppnina. Eins vonast CSM til þess að stórskyttan Cristina Neagu verði klár fyrir fyrsta leik um næstu helgi.

2.Rostov-Don

Með komu Juliu Behnke frá þýska liðinu TuS Metzingen er útlit fyrir að Rostov-Don nái að bæta það eina sem vantaði uppá sóknarleik liðsins í fyrra, góðan línumann. Með Behnke í liðinu gefur Ambros Martin þjálfara liðsins aukið öryggi með gæðin í sóknarleik liðsins. Liðið frá suður Rússlandi er vel sett af leikmönnum í útilínunni og í hornunum og ef þær ná að forðast alvarleg meiðsli hjá lykil leikmönnum þá er liðið til alls líklegt í vetur.

1. Györi ETO

Það er útlit fyrir að fimmfaldir meistara séu öflugri en nokkru sinni fyrr. Öllu jafna mydnu lið finna fyrir því að missa leikmenn á borð við Noru Mörk, Nycke Groot og Crina Pintea en Györi gerðu sér lítið fyrir og fengu leikmenn eins og Amöndu Kurtovic, Estelle Nze Minko og Beatrice Edwige til að fylla skörðin þeirra. Bættu við leikmönnum eins og Stine Bredal Oftedal, Veronicu Kristiansen, Katarinu Bulatovic og Anitu Görbicz inní myndina og þá sérðu hversu ógnvekjandi þetta lið er í raun og veru í öllum stöðum. Liðið hefur einfaldlega tvo leikmenn heimsklassa sóknarleikmenn í öllum stöðum auk þess að hafa leikmenn eins og Eduarda Amorim og Anne Mette Hansen sem gæta spilað jafnt í vörn sem sókn.