Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild kvenna | CSM fór vel af stað

Meistardeild kvenna rúllaði af stað í gærkvöldi með einum leik þegar að CSM Búkarest tók á móti FTC. CSM byrjaði leikinn af miklum krafti og komust fljótlega í 7-3 og munaði þar um mestu samspil þeirra Neagu og Cvijic í sóknarleik liðsins. Sóknarleikur liðsins gekk gríðarlega vel og um miðjan fyrri hálfleik var staðan 11-6 og heimastúlkur með 76% sóknarnýtingu. Um þetta leiti kom smá kippur í leik FTC og náðu þær að minnka munin niður í tvö mörk en CSM bætti í jafnharðan og fór með fimm marka forystu inní hálfleikinn 18-13. Þetta bil náðu gestirnir einfaldlega aldrei að brúa og fór svo að lokum að CSM vann öruggan sigur 36-31.

EHF Meistaradeild kvenna | D-riðill

CSM 36-31 FTC (18-13)

Mörk CSM: Cristina Neagu 9, Majda Mehmedovic 8, Amanda Kurtovic 6, Andrea Lekic 5, Jovanka Radicevic 3, Dragana Cvijic 3, Elizabeth Omopregie 2.

Mörk FTC: Noemi Hafra 6, Aniko Kovacsics 5, Nadine Schatzl 4, Viktoria Lukacs 3, Danick Snelder 3, Kinga Klivinyi 3, Nerea Pena 3, Dorottya Faluvegi 2, Dora Hornyak 1, Greta Marton 1.