Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild kvenna | Dragan Djukic tekur við CSM

Dragan Djukic hefur verið ráðinn þjálfari rúmenska liðsins CSM Búkarest en forráðamenn félagsins ráku í gær Magnus Johansson sem var aðeins þrjá og hálfan mánuð í starfi. Djukic er 56 ára Serbi en hann hefur ekki mikla reynslu í kvennahandboltanum en hann hefur mest verið að þjálfa karlalið fram til þessa. Hann hefur þjálfað lið eins og Pick Szeged, RK Vardar og Maccabi Tel Aviv, en einnig hefur hann þjálfað karlalandslið Bretlands, Jórdaníu, Makedóníu, Ísrael og Svartfjallalands.