Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is
Það var dregið í dag um það hvaða lið mætast í undanúrslitum Final4 í Meistaradeild kvenna. Liðin sem voru í pottinum voru franska liðið Metz, rússneska liðið Rostov-Don, norska liðið Vipers og ungverska liðið Györ sem eru ríkjandi meistarar. Metz og Vipers eru að taka þátt í Final4 helginni í fyrsta skipti en þetta er annað árið í röð sem Rostov-Don kemst í Final4. Reynsluboltarnir eru þó Györ en þetta er í fimmta skiptið í röð sem þær taka þátt í Final4 en þær hafa unnið keppnina undanfarin tvö ár. Undanúrslitaleikirnir fara fram laugardaginn 11.maí, fyrri leikurinn kl.15.15 og síðari kl.18.00. Leikurinn um þriðja sætið og úrslitaleikurinn sjálfur fara svo fram sunnudaginn 12.maí. Allir leikirnir verða að sjálfsögðu í beinni útsendingu á SportTV.
Undanúrslit Final4 Meistaradeildar kvenna
Metz - Rostov-Don
Vipers - Györ